Forsíða

Mikil eftirsjá er að Drífu Snædal af forsetastóli ASÍ. Hún hefur lengi og af krafti látið að sér kveða í þágu launafólks og almannahagsmuna ekki aðeins sem forseti ASÍ heldur áður sem framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins og enn fyrr í öðrum trúnaðarstörfum sem hún hefur gegnt innan verkalýðshreyfingar og í pólitísku baráttustarfi. Hún hefur verið ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 30/31.07.22.
Um miðjan júlí birtist hressilega herská grein í Morgunblaðinu. Yfirgangur skógræktarböðlanna var fyrirsögnin. Sennilega er það þetta sem átt er við þegar talað er um gagnsætt tungumál. Samt segir þetta ekki allt um boðskap höfundarins, Hildar Hermóðsdóttur. Við lestur greinarinnar kemur í ljós að því fer fjarri ...
Lesa meira

...Það er vandaverk að veita rekstrarfjármagni inn í heilbrigðiskerfi sem tekur stöðugum breytingum og þarf að sinna breytilegum þörfum. Það er því skiljanlegt að hin vélræna lausn þyki fýsileg í stofnun sem talað hefur fyrir daufum eyrum fjárveitingarvalds en einnig fyrir fjárveitingavaldið því hún firrir það ábyrgð ...
Svo segir í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, sjá hér ...
Lesa meira

Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Karl Andreassen framkvæmdastjóri Ístaks hafa nú undirritað fyrir hönd skattgreiðenda og tilvonoandi vegatollsgreiðenda annars vegar og Ístaks hins vegar nýjan „tímamótasamning“ um vegaframkvæmdir. Hann er í anda Nýju samvinnustefnunnar sem Sigurður Ingi innviðaráðherra kynnti á dögunum í nafni ríkisstjórnarinnar og hefur hingað til gengið undir heitinu einkaframkvæmd ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 16/17.07.22.
... Hver tínir sitt til, ég fyrir mitt leyti vel það síðastnefnda, múgsefjun samhliða sinnuleysi og undirgefni. Hún hræðir mig meira en allt annað. Það versta er að hún veldur blindu. Þeir verða verst úti sem telja sig best sjáandi, þeir sem ...
Lesa meira

.. En hvernig getur það farið saman að lýsa áhyggjum yfir þessu ránskerfi en halda engu að síður áfram að setja nýjar fisktegundir í kvóta eins og gert hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar, nú síðast fyrir nokkrum vikum með sæbjúgu og sandkolann að fullu í kvóta. Þar áður var það hlýrinn ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 02/03.07.22.
Ef til vill ætti þetta að vera öfugt, að það séu mennirnir sem breytist og tímarnir með. Hvor nálgunin er rétt væri þá háð því hvort það er tíðarandinn sem breytir mönnunum eða mennirnir tíðarandanum. Auðvitað hlýtur að vera samspil þarna á milli.
En fleiri fyrirvara þarf að hafa til að þetta gamla orðatiltæki gangi upp hvort sem er réttsælis eða rangsælis. Þar er sá mestur fyrirvarinn að ...
Lesa meira

Miðvikudaginn 22. júní var haldinn svokallaður hliðarviðburður, „side-event“ á þingi Evrópuráðsins í Strasborg um málefni Kúrda ... Auk mín töluðu á fundinum í Strasborg Dilek Öcalan, þingmaður HDP flokksins, þriðja stærsta stjórnmálaflokks Tyrklands sem Erdogan Tyrklandsforseti vill nú banna ... Þá talaði Raziye Öztürk, frá Asrin lögfræðistofunni ... Í ljósi þess að tyrkneski stjórnarherinn herjar nú daglega á byggðir Kúrda ... þá rifjaði ég upp að hið sama væri að gerast þar nú og gerðist í árásum Tyrkjahers á bæi og borgir Kúrda innan landamæra Tyrklands á árunum 2015-16. Þá eins og nú þagði heimurinn þunnu hljóði ...
Lesa meira

Slæmt þótti mér að vera í útlöndum og geta ekki fylgt Önnu Atladóttur, samstarfskonu og vini til margra ára, til grafar síðastliðinn fimmtudag. Ég skrifaði hins vegar nokkur minningarorð um Önnu sem ég fékk birt í Morgunblaðinu á þessum degi og er þau að finna hér að neðan. Myndina sem fylgir þessum minningarorðum leyfði ég mér að taka af netinu en mér þykir hún falleg. Hún er frá ...
Lesa meira

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 18/19.06.22.
... Mér hefur alltaf þótt landamæri hins hlutlæga og hins huglæga vera áhugaverð enda ekki alltaf auðvelt að koma auga á þau. Stundum er það þó þannig ...
Lesa meira
Tryggingastofnun ríkisins(TR) verði gert óheimilt að skerða húsnæðisbætur langveikra og fatlaðra örorkulífeyrisþega og eftirlaunaþega í EIGNARHÚSNÆÐI, ef þeir leigja út frá sér.
Litið verði á leigutekjur sem atvinnufrítekjur sem er um 107. þús. kr. á mánuði hjá öryrkjum en u.þ.b. 200. þús. kr. á mánuði á öldruðum. SAMBÆRILEGT ÞVÍ SEM GERT ER Á NORÐURLÖNDUM. Ath! Öryrkjar og aldraðir mega vinna "úti" án þess að lífeyrisbætur skerðist. - Hver er munurinn á sitthvoru? Nú er bráðavöntun á húsnæði, jafnt fyrir ...
Björk Magnúsar og Grétudóttir
Lesa meira
Í ellinni eitthvað að vafra
eins og honum ber
Sagður nú sjötíu og fjagra
sóma drengurinn hér.
Nú árin telur ansi mörg
að telja þau ei nenni
Æskann farin fyrir björg
orðinn gamalmenni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Tímarnir breytast og mennirnir með
í pólitík margan þar snúning hef séð
ei lygina segi
villast af vegi
og fullreynt virðist á langlundargeð.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Kyssa vöndinn Vinstri Græn
verja nú Bjarna kallinn
Veikluleg og alls-ekkert væn
vísast er stjórnin fallin.
Með verðbólgu og verðlag hátt
venjast má öllu smátt og smátt
ég lyktina finn
í sjöunda sinn
allt á fleygiferð í gjaldþrota átt.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Allrahanda eðalglingur,
allt úr gulli í salnum.
Elísabet er Íslendingur,
ættuð úr Víðidalnum.
Fljótt ég þetta færði í tal,
fleiri kunna að meta.
Virðuleg kona úr Víðidal,
valdist í hásæti Breta.
...
Kári
Lesa meira
Fallin finnur ekki taktinn
farinn samstarfsvilji
þannig endar vina vaktin
vísast að leiðir skilji.
Til helvítis hann sendir börn
frá harðindum á Fróni
En þjóðfélagið þeim veitir vörn
frá viðsjárverðum Jóni.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Flóttamenn hér fella stjórn
á fréttir agndofa góndi
Vinstri Græn vilja færa fórn
ekki Jón Blóðmerabóndi.
Flokkinn minkar fljótt og hratt
og fylginu þar tapar
Á samstarfinu fer Katrín flatt
að feigðarósi hrapar.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Þeir fengu fyrst auðlindir okkar
framsókn og sjálfstæðisflokkar
í fátækt oss hnepptu
svo bankana hrepptu
í auðmennina Bjarni nú kokkar.
Á bláþræði hún hangir víst
með heldur lítið traustið
Um heiðar-leika lífið snýst
hún lafir fram á haustið.
...
Höf. Pétur Hraunfjörð.
Lesa meira
Ég hef staðið í þeirri trú að stefna VG væri sú að Ísland stæði utan hernaðarbandalaga, með öðrum orðum, gengi úr NATÓ. Nú er talað allt öðru máli. Annað hvort á VG þá að breyta gjörðum sínum til samræmis við gefin loforð til kjósenda eða lofa þeim öðru, annarri stefnu og þá væntanlega þeirri að Ísland verði áfram NATÓ-þjóð og tali ...
Jóhannes Gr. Jónsson
Lesa meira
Af fréttavakt Vísis 3. maí: “Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heiðraði í dag starfsmenn vopnaverksmiðju í Bandaríkjunum þar sem svokallaðar Javelin-eldflaugar eru framleiddar. Hann sagði Úkraínumenn nota þær til að gera Rússa að fíflum." Víða finnast fíflin eða er málið alvarlegra en svo að þetta sé bara auli að aulast?
Nei, þetta er forseti Bandaríkjanna að gleðjast yfir mætti drápstóla. Eflaust hefur verið klappað í ...
Jóel A.
Lesa meira
Allt Frá lesendum